Egils saga, eða Egla er ein elsta Íslendingasagan. Aðalpersóna hennar er Egill Skallagrímsson, 10. aldar höfðingi, vígamaður og ljóðskáld. Talið er að hún sé rituð af Snorra Sturlusyni á öndverðri 13. öld.

Tilvitnanir breyta

  • „Nú gekk eg þremur fótum til skammt.“
Orð Þórólfs Kveld-Úlfssonar þegar hann náði ekki að höggva Harald konung hárfagra heldur stóðu á honum bæði sverð og spjót en sjálfur konungur veitti honum banasár. (22. kafli).
  • „Stóð þá á mörgum fótum fjárafli Skalla-Gríms.“
Orð höfundar Egils sögu um landnám og búshætti Skalla-Gríms. (29. kafli).
  • „Enn áttu þau Skalla-Grímur son. Var sá vatni ausinn og nafn gefið og kallaður Egill. En er hann óx upp þá mátti það brátt sjá á honum að hann mundi verða mjög ljótur og líkur föður sínum, svartur á hár. En þá er hann var þrevetur þá var hann mikill og sterkur svo sem þeir sveinar aðrir er voru sex vetra eða sjö. Hann var brátt málugur og orðvís.“
Lýsing á Agli Skalla-Grímssyni. (31. kafli).
  • „Besta er kvæðið fram flutt.“
Orð Eiríks konungs blóðöxar við Egil Skalla-Grímsson í Jórvík á Norðimbralandi þegar Egill hafði flutt honum Höfuðlausn. (62. kafli).
  • „Hvað grætur þú, mær? Eg sé þig aldrei káta.“
Egill Skalla-Grímsson við frænku sína, systurdóttur Arinbjarnar hersis, en hún skyldi giftst Ljóti hinum bleika er var berserkur, sænskur að ætt. Gekk Egill á hólm við Ljót og felldi hann. (65. kafli).

Tenglar breyta

Wikipedia hefur grein um