Árni Þór Sigurðsson

Árni Þór Sigurðsson (f. 1960) er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar — græns framboðs.

Tilvitnanir breyta

  • „Þetta er náttúrulega hálf broslegt þegar maður les þessa frétt á mbl. is um fund sjálfstæðismanna í Reykjavík þar sem bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lýstu þeirri skoðun sinni að íbúabyggð ætti að reisa í Vatnsmýri og þar með að flugvöllurinn eigi að víkja. Í hinum víðfræga málefnasamningi D- og F-lista í borgarstjórn er efsta mál á dagskrá að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Það var enda kosningaloforð Ólafs F. Magnússonar en listi hans fékk um 10% atkvæða. Allir hinir listarnir boðuðu að flugvöllurinn myndi víkja og íbúabyggð rísa í Vatnsmýri. Þau viðhorf hlutu um 90% atkvæða. En væntanlega þykir Morgunblaðinu og skríbentum þess allt í himna lagi að meirihlutinn styðjist við málefnasamning enda þótt flestir borgarfulltrúar séu andvígir einu mikilvægasta skipulagsmáli hans, og haninn hafi ekki galað þrisvar þegar tveir af helstu forvígismönnum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hafi afneitað honum. Tilgangurinn helgar bersýnilega meðalið — sem Hönnu Birnu og Gísla Marteini svelgist á!“
26. janúar 2008

Tenglar breyta