Ólafur Ragnar Grímsson
5. forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson er íslenskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forseti Íslands.
Tilvitnanir
breyta- „Það er skýrasta dæmið um vanþróun íslenskra stjórnmála og drottnun óðapólitíkurinnar á Íslandi, að í hásæti ríkisstjórnarinnar skuli sitja valdasjúkur Tumi Þumall.“
- Um Bjarna Benediktsson í Tímanum 11. janúar 1968.
- „Ég tilheyri þjóðkirkjunni eins og flestir, en þrátt fyrir það er ég nokkuð sannfærður um, að Guð sé ekki til.“
- Viðtal við Guðmund Árna Stefánsson, þá blaðamann, í Helgarpóstinum 21. mars 1980.
- „Sömu misserin og Karl Marx og Friðrik Engels sömdu rétt fyrir miðja síðustu öld stefnuávarp um sameiningu öreiga allra landa, sem engu hefðu að týna nema hlekkjunum einum, en heilan heim að vinna, þá sat Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn og sendi Íslendingum hugvekju í Nýjum félagsritum, þar sem réttur vor til sérstaks ríkis var rökstuddur með tilvísun í sögu þjóðarinnar. Sú staðreynd, að sterkasta hugsjónaákall verkalýðsstéttarinnar og grundvallarritgerð íslenskrar sjálfstæðishreyfingar voru samin á sömu misserunum fyrir röskum 130 árum, sýnir okkur, hve lengi tveir höfuðþræðir okkar stefnu hafa legið saman í tímans rás.“
- Ræða á landsfundi Alþýðubandalagsins 1980, sjá Þjóðviljann 21. maí 1981.
- „Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstv. forsrh. en það kom greinilega hér fram. ( Gripið fram í: Hvað sagði ræðumaður?) Ég sagði: svona skítlegt eðli.“
- 13. febrúar 1992 — Um Davíð Oddsson, „Ræða Ólafs á Alþingi“. Sótt 11. desember 2005.
- „Auðvitað er ég kristinn maður eins og þorri þjóðarinnar og hef verið í þjóðkirkjunni, skírður og fermdur og trúi á þann Guð, sem að sérstaklega amma mín kenndi mér að trúa á.“
- Viðtal við Elínu Hirst á Stöð tvö 10. júní 1996.
- „You ain’t seen nothing yet.“
- Ræða um útrás íslenskra kaupsýslumanna við opnun bækistöðvar Avion Group við Gatwick-flugvöll í Bretlandi 24. febrúar 2005, sjá Morgunblaðið 25. febrúar 2005.