Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason var ritstjóri DV 1998–2003.
Tilvitnanir
breyta- „Fáir frambjóðendur hafa reynst meiri pólitískir tækifærissinnar en John Edwards og er þó hópurinn nokkuð fjölmennur í bandarískum stjórnmálum.“
- Á bloggsíðu sinni 30. janúar 2008
- „Kynjakvóti er niðurlægjandi og ég þekki enga konu sem er fylgjandi opinberum tilskipunum í þeim efnum. Það kann að vera að það hafi gengið hægt á undanförnum árum, en ég er sannfærður um að að komandi árum muni hlutur kvenna í stjórnum íslenskra fyrirtækja stóraukast - ekki vegna tilskipana hins opinbera heldur vegna þess að fyrirtækin leita að hæfustu einstaklingunum til að styrkja samkeppnishæfni sína. Hlutafélög sem skipulega ganga gegn konum munu verða undir í samkeppninni.“
- Á bloggsíðu sinni 31. janúar 2008
- „Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka af skarið og skera upp herör gegn því óheilbrigða viðskiptalífi sem náð hefur að festa rætur hér á landi. Og hvort sem okkur líkar að betur er verr er nauðsynlegt að brjóta upp allar helstu viðskiptasamsteypur landsins - allt frá matvöru til olíu, frá fjölmiðlum til fasteignafélaga, frá byggingavörum til tryggingafélaga. Við eigum að stokka upp spilin - gefa upp á nýtt og búa til jarðveg fyrir heilbrigt samkeppnisumhverfi.“
- Í Morgunblaðsgrein 28. maí 2010