79 af stöðinni
79 af stöðinni er kvikmynd frá árinu 1962. Hún fjallar um leigubílsstjóra sem verður ástfanginn af háttsettri frú.
- Leikstjóri Erik Balling. Handrit Guðlaugur Rósinkranz og Indriði G. Þorsteinsson.
Tilvitnanir
breytaSímastúlka: 79 af stöðinni.
Ragnar: Já, ég er að koma.
Hermaður: What time is it?
Ragnar: Just past midnight.
Hermaður: Oh god, will it never get dark?
Gógó: Er þetta mikill vandi?
Ragnar: Þetta er hér um bil það ómerkilegasta sem fyrir getur komið.
Gógó: Samt verður maður stop.
Ragnar: Þú verður líka stop ef það springur hjá þér. Samt hefur það nú aldrei talist merkileg bilun.
Ragnar: Ég tapa ekki nema reiminni.
Ragnar: Siðakenningar eru ekki einhlítar.
Ragnar: Hvert eigum við að fara?
Gógó: Hvert sem er, bara ef við erum ein.
Gógó: Kysstu mig áður en ég mála varirnar.
Ragnar: Taktu af þér sólgleraugun á meðan.
Gógó: Við skulum koma inn.
Ragnar: Nú?
Gógó: Já, það er að koma svo mikið fólk.
Ragnar: Þú rærð eins og engill.
Gógó: Róa þeir?
Ragnar: Ég skil.
Gógó: Nei, þú skilur ekki.
Ragnar: Nú jæja, þá skil ég ekki.
Símastúlka: Ragnar, síminn.
Ragnar: Já, segðu að ég sé ekki við.
Símastúlka: Ég hef sagt að þú sért við.
Ragnar: Já mig varðar ekkert um það.
Guðmundur: Það er ýmislegt sem þér getið ekki keypt.
Ragnar: Enginn er þreyttur, þegar hann er á heimleið.
Leikendur
breyta- Kristbjörg Kjeld - Gógó
- Gunnar Eyjólfsson - Ragnar
- Róbert Arnfinnsson - Guðmundur