Bjarni Randver Sigurvinsson

Bjarni Randver Sigurvinsson er íslenskur guðfræðingur.

Tilvitnanir

breyta
  • „Megin vandinn við herskáan málflutning Dawkins gegn þeim trúarbrögðum sem hann fyrirlítur er að hann er vatn á myllu haturshreyfinga sem grafa undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði með því að smána hvaðeina sem er öðrum heilagt, umbera ekki trúarjátningu á opinberum vettvangi, skerða málfrelsi trúaðra, andmæla almennum mannréttindum á borð við að foreldrar veiti börnum sínum trúarlegt uppeldi og börn fái að tjá sig um trúarefni í skólum, leggja í einelti m.a. með uppnefnum þá sem hafa önnur viðhorf, fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga og ástunda guðleysistrúboð í neikvæðri merkingu þess orðs.“
Bjarni Randver Sigurvinsson, „Guðleysi eða trúleysi? Gölluð þýðing á bókinni Ranghugmynd Richards Dawkins eftir Alister E. McGrath & Joanna Collicut McGrath“, Ritröð Guðfræðistofnunar 27 (2) (2008), bls. 156.