Einkalíf er íslensk kvikmynd frá árinu 1995. Hún fjallar um unga krakka í Reykjavík sem vilja gera kvikmynd um raunveruleikann. Ekki eru þó allir sammála um hvort þetta eigi að vera heimildarmynd eða leikin kvikmynd.

Leikstjóri og handrit Þráinn Bertelsson.

Tilvitnanir

breyta

Alexander: Alnomar film kynnir Einkalíf; Kvikmynd um afbrýðisemi, kynlíf, glæpi, hjónaskilnaði og aðra hversdagslega æsispennandi atburði handa fólki sem heldur að líf annarra sé athygglisverðara en þeirra eigið.


Sigurður: Hvar fenguð þið þessa myndavél?
Alexander: Pabbi hans Nóa á hana.
Sigurður: Pabbi hvaða Nóa?
Alexander: Vinar míns.
Sigurður: Og hvað heitir hann?
Alexander: Nú hann heitir auðvitað Nói.
Sigurður: Nei, hvað heitir pabbi hans.


Laufey: Ertu búinn að gleyma því hvað hann gerði við sparibaukinn þinn?
Viktor: Jaa, en hann gef mér nýjan.
Laufey: Já já, en hann var tómur.


Nói: Maður horfir aldrei á klippin, maður horfir á það sem er á milli þeirra.


Sísí: Hvað gengur að þér maður?
Tómas: Nú ég var að skipta búslóðinni.


Nói: Þetta er ekki skóli, þetta eru fangabúðir. Ef mann vantar nokkrum sinnum þá er maður bara eftirlýstur.


Alexander: Hann segir að þetta hafi verið alveg óvenjulega venjulegur maður.
Kristján: Ég heyri hvað hann segir.
Alexander: Hann heyrir hvað þú segir.
Skúli: Hvernig getur hann heyrt í mér, en ég ekki í honum?
Alexander: Hann spyr hvernig þú getur heyrt í honum, þegar hann heyrir ekki í þér.


Tómas: Hvað haldið þið að Van Goch hafi þá gert?
Nói: Hann stakk hendinni inn í logann og heimtaði að fá að tala við kvenmanninn jafn lengi og hann gæti haldið lúkunni yfir loganum.
Alexander: Hann heyrir hvað þú segir.
Skúli: Hvernig getur hann heyrt í mér, en ég ekki í honum?
Alexander: Hann spyr hvernig þú getur heyrt í honum, þegar hann heyrir ekki í þér.


Sunneva: Við hverja varst þú að tala?
Tómas: Bílaverkstæði.
Sunneva: Af hverju ertu svona í röddinni?
Tómas: Um, nei, ég var að reykja.
Sunneva: Já, núna verður þú að fara að hætta að reykja elskan mín. Ég vil ekki missa þig úr krabbamein [sic].

Leikendur

breyta
  • Gottskálk Dagur Sigurðarson - Alexander
  • Dóra Takefus - Margrét
  • Ólafur Egilsson - Nói
  • Sigurður Sigurjónsson - Tómas

Tenglar

breyta
Wikipedia hefur grein um