Fíaskó
Fíaskó er kvikmynd frá árinu 2000. Hún er skipt niður í þrjá kafla. Sá fyrsti fjallar um ást gamals manns á háttsettri frú. Sá annar um unga stelpu sem er óviss um barnsfaðir fóstur síns. Sá síðasti um pretikara á ógöngum.
- Leikstjóri Ragnar Bragason. Handrit Ragnar Bragason.
Tilvitnanir
breytaHelga: Veistu ekki hver ég er?
Strætóbílstjóri: Ég var búinn að segja þér að dýraspítalinn er bara ekki á minni leið. Það er tían sem fer upp í Árbæ.
Helga: Tían. Einn, tveir. Fimm, sjö. Hvaða máli skiptir það.
Karl: Ja, ég var svolítið að kela við frostið og það beit í vörina á mér.
Helga: Ingrid [Bergman], klæddist þessari blússu í Notorious. Edward var einn af framleiðendunum. Hann gaf mér hana.
Helga: Ert þú efnaður Karl Bardal?
Karl: O'nei, ekki get ég nú sagt það. Ellilífeyrinn rekur nú skammt. En maður skrimptir svona af gömlum vana.
Helga: [öskrar] Ég hef ekkert með þig að gera, peningalausan Íslending. Þú getur aldrei farið með mig aftur til Ameríku.
Frosti: Ég skal segja þér það Kalli minn, fólk er farið að drekka alveg jafn mikið á sunnudögum og öðrum kirkjudögum.
Gulli: Geturu ekki farið eitthvað annað, ég er ný byrjaður að vinna í þessu útibúi. Ekki skjóta, ég á von á barni. Ekki gera mér þetta.
Karl: Fljótur.
Gulli: Ég skildi við konuna mína í morgun til að gangast við barni vinkonu minnar og svo sagði hún að ég ætti ekki barnið og svo var hún ekki lengur ólétt. Og núna á ég hvergi heima. Lífið er það eina sem ég á eftir. Í guðanna bænum ekki taka það líka.
Karl: Svona svona, ekki taka þetta svona persónulega.
Karl: Þetta er ég, Karl, Karl Bardal.
Helga: Ja það gæti svo sem vel verið.
Hilmar: Shut up and drive.
Hilmar: [Ég] fer ekki í þennan túr.
Júlli: Hvað er að þér, sérðu ekki að við erum komnir út fyrir.
Hilmar: Þá bið ég bara að heilsa þér vinur. Vertu blessaður.
Júlli: Júlía mín, hvaða maður er þetta, og afhverju er hann allsber.
Samúel: Hallelúja.
Samúel: Jú jú, hins heilagleiki sjálfur.
Samúel: Herrann hefur boðið mér að kaupa nýjann bíl. Er það ekki? Hvaða litur hentar manni eins og mér? Hins aumasta af fótgönguliðum drottins. Rauður? Það er jú litur hins blessaða blóðs.
Samúel: Mér líður svo illa, Steingerður mín.
Samúel: [í tíkallasíma] Nei, bókaðu mig bara í fyrsta flug. Kaupmannahöfn, já, það er fínt. Já bíddu.
Steingerður: Júlía mín, eru gestir hjá þér?
Júlía: Ja'já, nokkrir vinir. Við erum að æfa smá.
Steingerður: Hvaða brunastibba er þetta í húsinu?
Júlía: Ég var að poppa. Við þurfum eiginlega að vera í friði.
Leikendur
breyta- Margrét Ákadóttir - Steingerður
- Silja Hauksdóttir - Júlía
- Ólafur Darri Ólafsson - Gulli
- Eggert Þorleifsson - Samúel
- Róbert Arnfinnsson - Karl
- Kristbjörg Kjeld - Helga
- Björn Jörundur Friðbjörnsson - Hilmar
- Sigurbjörn Halldórsson - Strætóbílstjóri
- Pétur Einarsson - Frosti