Grettis saga

ein af Íslendingasögunum

Grettis saga fjallar um Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði, sem kallaður var Grettir sterki. Sagan er ein af þekktustu og vinsælustu Íslendingasögunum.

Tilvitnanir

breyta
  • „Vinur er sá annars er ills varnar.“
Orð Grettis þegar faðir hans ávítar hann fyrir að níðast á heimagásum hans og drepa þær. (14. kafli).
  • „Fleira veit sá er fleira reynir.“
Svar Grettis Ásmundarsonar þegar faðir hans segir honum að hann muni fá honum annað verk en að gæta heimagása. (14. kafli).
  • „Illt er að eggja óbilgjarnan.“
Orð Grettis Ásmundarsonar við föður sinn þegar hann bað hann að hrífa bak sitt við elda og bað hann að draga af sér slenið. (14. kafli).
  • „Svipul verður mér sonareignin.“
Orð Ásdísar á Bjargi við son sinn, Gretti Ásmundarson. (47. kafli).
  • „Allt verður til fjárins unnið.“
Orð Gísla Þorsteinssonar þegar rætt var um fé það sem lagt hafði verið til höfuðs Gretti. (59. kafli).
  • „Vandsénir eru margir.“
Guðmundur ríki Eyjólfsson á Möðruvöllum í Eyjafirði við Gretti. [Orðin þýða: Vandi er að ráða hvern mann sumir hafa að geyma]. (67. kafli).
  • „Ég hefi orðið lítil heillaþúfa um að þreifa flestum mönnum.“
Orð Grettis sjálfs. (68. kafli).
  • „Ber er hver á bakinu nema sér bróður eigi.“
Orð Grettis Ásmundarsonar. Orðin eru einnig í Njáls sögu, en þar segir Kári Sölmundarson um Björn í Mörk: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. (82. kafli).

Tenglar

breyta
Wikipedia hefur grein um