Grettis saga
ein af Íslendingasögunum
Grettis saga fjallar um Gretti Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði, sem kallaður var Grettir sterki. Sagan er ein af þekktustu og vinsælustu Íslendingasögunum.
Tilvitnanir
breyta- „Vinur er sá annars er ills varnar.“
- Orð Grettis þegar faðir hans ávítar hann fyrir að níðast á heimagásum hans og drepa þær. (14. kafli).
- „Fleira veit sá er fleira reynir.“
- Svar Grettis Ásmundarsonar þegar faðir hans segir honum að hann muni fá honum annað verk en að gæta heimagása. (14. kafli).
- „Illt er að eggja óbilgjarnan.“
- Orð Grettis Ásmundarsonar við föður sinn þegar hann bað hann að hrífa bak sitt við elda og bað hann að draga af sér slenið. (14. kafli).
- „Svipul verður mér sonareignin.“
- Orð Ásdísar á Bjargi við son sinn, Gretti Ásmundarson. (47. kafli).
- „Allt verður til fjárins unnið.“
- Orð Gísla Þorsteinssonar þegar rætt var um fé það sem lagt hafði verið til höfuðs Gretti. (59. kafli).
- „Vandsénir eru margir.“
- Guðmundur ríki Eyjólfsson á Möðruvöllum í Eyjafirði við Gretti. [Orðin þýða: Vandi er að ráða hvern mann sumir hafa að geyma]. (67. kafli).
- „Ég hefi orðið lítil heillaþúfa um að þreifa flestum mönnum.“
- Orð Grettis sjálfs. (68. kafli).
- „Ber er hver á bakinu nema sér bróður eigi.“
- Orð Grettis Ásmundarsonar. Orðin eru einnig í Njáls sögu, en þar segir Kári Sölmundarson um Björn í Mörk: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. (82. kafli).