Tenglar eru stór þáttur í því að gera Wikiquote og önnur wiki-verkefniað því sem þau eru. Það er mikil hjálp sem felst í því að geta fylgt tenglum á hin ýmsu hugtök sem koma fyrir í greinum og þannig farið beint í að skoða grein um það efni.

Það er mikilvægt að það sé tengt í allar greinar einhvers staðar vegna þess að ótengd grein er svo gott sem ósýnileg grein. Slíkar greinar kallast „munaðarlausar“ og sjálfvirkt uppfærðan lista yfir slíkar greinar er að finna hér. Ef þér dettur í hug viðeigandi staður fyrir tengil í einhverja af þessum greinum þá er um að gera að koma því í kring.

Tenglar skiptast í innri, ytri og tungumálatengla.

Innri tenglar breyta

Þetta eru tenglar innan íslenska Wikiquote. Þá er að finna í greinatexta þar sem einstök orð eru látin virka sem tenglar á aðrar greinar. Þessir tenglar geta verið bláir sem merkir að þeir vísa í grein sem þegar er til eða þeir geta verið rauðir en það þýðir að grein með því nafni er ekki til enn þá. Þessir tenglar eru búnir til með tvöföldum hornklofum: [[Tengill]] og pípum (|). Málskipan þeirra er eftirfarandi:

  • [[Sannleikur]] er tengill í greinina Sannleikur.
  • [[Sannleikur|Sannleikshugtakið]] er tengill í greinina „Sannleikur“ undir nafninu „Sannleikshugtakið
  • [[Sannleikur]]inn er styttri leið til að skrifa [[Sannleikur|Sannleikurinn]]
  • Sannleiks[[hugtak]]ið er styttri leið til að skrifa [[Hugtak|Sannleikshugtakið]]

Venjan er að tengja í þau hugtök sem ætla má að hægt sé að finna tilvitnanir um. Einnig er tengt í þá höfunda sem ætla má að hægt sé að finna tilvitnanir í. Aðeins er tengt þar sem orðið kemur fyrst fyrir í greininni nema hún sé þeim mun lengri, en þá er í lagi að gera það nokkrum sinnum með reglulegu millibili, til dæmis í fyrsta skipti sem orðið kemur fyrir í hverjum undirkafla.

Tenglar á önnur Wiki-verkefni breyta

Auk Wikiquote eru til Wikipedia, Wikiheimild, Wikibækur og Wiktionary. Hægt er að tengja í færslur þar á keimlíkan hátt og tengt er í innri tengla, nema nú með forskeyti:

  • [[w:is:Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]] tengist í færsluna um Ólaf Ragnar Grímsson á íslensku Wikipediu.
  • [[s:is:Ellikvæði|Ellikvæði]] tengist í færsluna Ellikvæði á íslenska Wikiheimild
  • [[b:is:Matreiðslubók|Matreiðslubók]] tengist í færsluna Matreiðslubók á íslensku Wikibókum
  • [[wikt:is:forseti|forseti]] tengist í færsluna fyrir nafnorðið forseti á íslenska Wiktionary

Ytri tenglar breyta

Ytri tenglar tengja í síður utan íslenska Wikiquote. Gott er að tengja í gagnleg vefsvæði sem tengjast umfjöllunarefni greinarinnar en þessum tenglum er yfirleitt safnað saman í sérstakan lista neðst í greinunum en ekki hafðir með inni í miðjum textanum. Ytri tenglar birtast ljósbláir og eru fengnir fram með því að gera [http://www.vefsvæði.is Heiti vefsíðu].

Tungumálatenglar breyta

Þessir tenglar eru settir neðst í greinar og er ætlað að tengja viðkomandi grein við samsvarandi greinar á öðrum tungumálum Wikiquote. Þessir tenglar eru á forminu [[tungumálakóði:grein á viðkomandi tungumáli]] en oftast samsvarar tungumálakóðinn ISO 3166-1 kóða tungumálsins. sjá lista yfir tungumál röðuðum eftir tungumálakóða, til að tengja í íslenska Wikiquote af öðrum tungumálum er notaður tungumálakóðinn is.