Immanuel Kant
þýskur heimspekingur (1724-1804)
Immanuel Kant (1724-1804) var þýskur heimspekingur.
Tilvitnanir
breyta- „[A]thöfn sem unnin er af skyldu sækir siðferðisgildi sitt ekki í það markmið sem á að ná með henni heldur er það að finna í lífsreglunni sem fylgt er þegar athöfn er ákveðin; siðferðisgildið veltur þess vegna ekki á árangri athafnarinnar heldur einungis á meginreglu viljans sem athöfnin ræðst af, án nokkurs tillits til þess sem mann langar að gera.“
- Úr bókinni Grundlegung zur Metaphysik der Sitten (Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni) (þýð. Guðm. Heiðars Frímannssonar).
- „[...] með tilliti til siðferðilegra lögmála er reynslan hins vegar (því miður!) móðir blekkingarinnar, og það er í hæsta máta ámælisvert að draga lögmálin um það, hvað ég á að gera, af því, hvað er gert, eða vilja binda þau við hið síðarnefnda.“
- Úr Gagnrýni hreinnar skynsemi
- „Upplýsing er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á. Ósjálfræði er vanhæfni mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra. Maðurinn á sjálfur sök á þessu ósjálfræði þegar orsökin er ekki skortur á hyggjuviti heldur vöntun á einurð og hugrekki til að nota hyggjuvit sitt án handleiðslu annarra. Einkunnarorð upplýsingarinnar eru því „Sapere aude!”, hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit!“
- Í greininni „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?“ sem birtist í Berlinische Monatsschrift 1784.