John R. Searle

(Endurbeint frá John Rogers Searle)

John R. Searle (f. 1932) er bandarískur heimspekingur.

John R. Searle 2015

Tilvitnanir

breyta
  • „[...] heimspekilegar spurningar [...] hafa tilhneigingu til að vera það sem ég kalla ‚rammaspurningar‘. það er að segja, þær hafa tilhneigingu til að varða rammann utan um líf okkar fremur en tiltekna hluti innan rammans. Spurningin ‚Nákvæmlega hver er orsök alnæmis?‘ er til dæmis ekki heimspekileg spurning, en spurningin ‚Hvert er eðli orsakavensla?‘ er spurning af því tagi. Fyrri spurningin er rannsökuð innan ramma þar sem gengið er að orsakavenslum vísum. Heimspekingurinn rannsakar þennan ramma. Spurningin ‚Er það sem Clinton segir raunverulega satt?‘ er aftur ekki heimspekileg spurning. En spurningin ‚Hvað er sannleikur?‘ liggur í kjarna heimspekinnar.“
Úr Mind, Language and Society: Philosophy in the Real World
  • „Í rannsóknum í heimspeki verðum við að byrja leikinn á að nálgast vandann blátt áfram [...] Við verðum að láta okkur það eftir að verða furðu lostin af staðreyndum sem andlega heilbrigt fólk gengi að sem vísum.“
Úr Mind, Language and Society: Philosophy in the Real World
  • „Heimspeki tungumáls er undirgrein heimspekilegrar sálarfræði.“
Úr Intentionality.
  • „Almennt gildir að ef þér finnst þú ekki geta sagt það skýrt, þá skilurðu það ekki sjálfur.“

Tenglar

breyta
Wikipedia hefur grein um