Katrín Anna Guðmundsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir er fyrrverandi talskona Femínistafélags Íslands.
Tilvitnanir
breyta- „Akkúrat núna hræðir mig sú staðreynd að Ísland er karlaveldi í þeim skilningi að karlmenn eru í meirihluta á þingi, ríkisstjórn og hæstarétti — og í öllum stjórnmálaflokkum.“
- 9. júlí 2007
- „Mín afstaða til kláms er sú að ég er sannfærð um að það sé skaðlegt. Mér finnst grundvallaratriði að klám sé ekki viðurkennt sem partur af neyslu. Forgangsverkefni finnst mér vera að sporna við klámvæðingunni og síðan gegn kláminu sjálfu. Það getur vel verið að hægt sé að framleiða kynlífstengt efni sem ekki hlutgerir manneskjuna en sem „virkar“ fyrir bæði kynin (eða fyrir samkynhneigða, eftir því sem við á). Mín skoðun er þó sú að framleiðsla á slíku efni eigi að vera í höndum fagfólks — ekki fagfólks í klámiðnaðinum heldur fagfólks í kynjafræðum, sálfræði, samskiptum kynjanna. Aðilar sem geta framleitt kynlífstengt efni þar sem manneskjan fær að njóta sín og virðing er í hávegum höfð, bæði gagnvart þeim sem að koma og gagnvart kynlífinu sjálfu. Stóra spurningin er hvort að slíkt efni sé ekki nú þegar til í listum en að það hreinlega sé ekki að virka.“
- á bloggi sínu þann 4. febrúar 2007
- „Ég veit að það verður hlegið að okkur í sögubókum framtíðarinnar. Við verðum kynslóðin sem hafði nánast allt — tæknina, olíuna, samgöngumátann, peningana, nægan mat til að fæða allan heiminn — en við erum jafnframt þau sem erum á hellisbúastiginu varðandi hvernig á að umgangast allar þessar breytingar sem hafa orðið á lífskjörum mannkynsins. Þar af leiðandi erum við á álíka siðferðislegu stigi og hellisbúinn... við vitum hreinlega ekki betur! Eða þykjumst allavega ekki vita betur — það er svo auðvelt að snúa grænu hliðinni upp.“
- 6. mars 2008