Munur á milli breytinga „Heimspeki“

1 bæti bætt við ,  fyrir 10 árum
ekkert breytingarágrip
==Tilvitnanir==
{{Tilvitnun|Ef heimspeki nútímans er ruglingsleg þá er það líklega vegna þess að nútíminn þarf á heimspeki að halda. Sé hún pirrandi er trúlegasta skýringin sú að heimspekingarnir standi sig þokkalega í stykkinu. Falli hún hins vegar flestum í geð þá finnst mér að minnsta kosti vert að spyrja hvort hún sé nokkuð annað en hugsunarlaus kliður og vaðall í mönnum sem njóta þess að þykjast gáfaðir með því að bergmála ruglið hver úr öðrum.|útskýring = [[Atli Harðarson]]}}
{{Tilvitnun|Heimspekingar eru aldrei alveg vissir um hvað þeir eru að tala — um hvað málið snýst ''í raun'' — og því tekur það þá þó nokkurn tíma að átta sig á því að einhver sem nálgast málið ''örlítið'' öðruvísi (eða stefnir í aðra átt eða hefur annan byrjunarreit) sé að leggja eitthvað til málanna.|frummál = Philosophers are never quite sure what they are talking about - about what the issues ''really'' are - and so often it takes them rather a long time to recognize that someone with a ''somewhat'' different approach (or destination, or starting point) is making a contribution.|tungumál = en|útskýring = ''The Intentional StandStance'' (1987).}}
{{Tilvitnun|Heimspekileg kenning er tilraun til að svara spurningu eða leysa ákveðið vandamál. Þessi vandamál eru ekki endilega [[Vísindi|vísindaleg]] heldur tilheyra þau okkar hversdagslega lífi. Og heimspekingur getur vel unnið áhugavert ævistarf án þess að huga að vísindum samtímans. En að því leyti sem vísindin eru viðleitni til að nema áður óþekkt lönd – skilja það sem áður virtist óskiljanlegt – þá hafa þau ævinlega verið uppspretta heimspekilegra vandamála.|útskýring = [[Ólafur Páll Jónsson]]}}
{{Tilvitnun|Heimspekineminn — og nú á ég við alla sem stunda heimspeki — verður vissulega að sá og uppskera á akri óvissunnar. Það er hlutskipti hugsunar sem vill vera ábyrg og hugsa um heiminn af heilindum og festu og ekki reiða sig fyrirfram á skoðanir eða fullyrðingar sem hún veit ekki hve áreiðanlegar eru.|útskýring = [[Páll Skúlason]]}}
1.860

breytingar