„Friedrich Nietzsche“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m r2.7.3) (Vélmenni: Breyti: ru:Фридрих Ницше
Umsalin (spjall | framlög)
Lína 7:
{{Tilvitnun|Djöfullinn hefur gleggsta sýn á [[guð]]i og þess vegna heldur hann sig svo langt frá honum — djöfullinn sem elsti vinur viskunnar.}}
{{Tilvitnun|Heimspekingur: Það er maður sem sífellt upplifir óvenjulega hluti; maður sem sér, heyrir, tortryggir, vonar og lætur sig dreyma; maður sem er jafnt lostinn af sínum eigin hugsunum sem hinum ytra heimi, því sem er undir honum og fyrir ofan hann, maður sem er skekinn af sínum eigin viðburðum og leiftrum. Ef til vill er hann sjálfur þrumuveður þungað af nýjum eldingum; örlagaþrunginn maður, og allt í kringum hann er sífellt verið að jagast og nöldra og gjamma og þvarga. Heimspekingur: Æ, vera sem oft er að flýja sjálfa sig, oft er hrædd við sjálfa sig — en of forvitinn til að koma ekki alltaf aftur til „sjálfrar sín“ [...]}}
{{Tilvitnun|Lífið er of stutt til að láta sér leiðast.}}
{{Tilvitnun|Það er forvitnilegt að [[guð]] skyldi læra grísku þegar hann ákvað að verða rithöfundur — og að hann skyldi ekki læra hana betur.}}
{{Tilvitnun|Það eru alls engin [[siðferði]]leg fyrirbæri til — heldur aðeins siðferðileg túlkun fyrirbæra [...]}}