„Þorsteinn Gylfason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''[[W:Þorsteinn Gylfason|Þorsteinn Gylfason]]''' (1942 – 2005) var íslenskur heimspekingur.
 
== Tilvitnanir ==
{{Tilvitnun|[...] [[sannleikur]]inn er sá sem við kennum börnum að segja, og sá sem við viljum að standi í fréttablöðum og skólabókum. Kannski þarf hugtakið engrar frekari skýringar við.|útskýring = Úr „Sannleikur“ í ''Er vit í vísindum?''}}
 
{{Tilvitnun|[[Heimspeki]] og [[bókmenntir]] eru ekki að öllu leyti ólíkar. Eitt er að á báðum sviðum höfum við fyrir okkur lifandi starf á líðandi stund í sambýli við sígildan arf.}}
 
{{Tilvitnun|Er ekki jafnvel þorstinn fagnaðarefni yfir glasi af góðu víni?|útskýring = Í inngangi að ''Birtíngi'' eftir [[Voltaire]]}}
 
{{Tilvitnun|Sannast sagna eru rit [[Georg Wilhelm Friedrich Hegel|Hegels]] um [[Vísindi|vísindaleg]] efni þvílíkt hyldýpi [[Heimska|heimsku]] og vanþekkingar, jafnt á þeirra tíma mælikvarða sem þessara, að það hlýtur að teljast ein helzta ráðgáta í gervallri sögu mannlegrar hugsunar hvers vegna maður sem hafði látið annan eins samsetning frá sér fara varð ekki að athlægi um heimsbyggðina þegar í stað. En vegir heimsandans eru órannsakanlegir. Margar kenningar Hegels um viðfangsefni vísindanna át [[Friedrich Engels]] eftir honum, [[Lenín]] eftir Engels, og nú síðast [[Maó Tse-tung]] eftir Lenín. Til dæmis má nefna þá kenningu þeirra Leníns og Maós að jákvæður og neikvæður rafstraumur séu þráttarfyrirbæri rétt eins og plús og mínus í reikningi og stéttarbaráttan í félagsfræði. Þess ber að geta að kenning Hegels um rafmagn virðist mun flóknari, en því miður er ókleift að láta hana í ljósi á annarri tungu en móðurmáli meistarans. Skilgreining Hegels á rafmagni hefst eitthvað á þessa leið: „Rafmagn er hinn hreini tilgangur formsins sem leysir sjálfan sig úr viðjum þess; það er formið sem tekur að sigrast á skeytingarleysi sínu...“.|útskýring = Úr bókinni ''Tilraun um manninn''.}}
 
{{Tilvitnun|Öll heimspeki er tilraun og annað ekki: Tilraun um manninn.|útskýring = Úr bókinni ''Tilraun um manninn''.}}
 
== Tenglar ==
{{Wikipedia|Þorsteinn Gylfason|Þorstein Gylfason}}