„Biblían“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 58:
 
{{Tilvitnun|Þegar þeir komu á þreskivöll Nakóns hnutu uxarnir. Ússa teygði sig þá til arkar Guðs og greip í hana. Þá blossaði reiði Drottins upp gegn Ússa vegna þessarar yfirsjónar og laust hann Ússa banahögg. Hann lét lífið við hliðina á örk Guðs.|útskýring = Síðari Samúelsbók 6:6-7}}
 
==== Fyrri konungabók ====
 
'''Dómur Salómons:'''
{{Tilvitnun|Þá sagði konungur: „Önnur ykkar segir: Það er sonur minn sem er á lífi en sonur þinn sem er dáinn. En hin segir: Þin sonur er dáinn en minn er á lífi.“ Og hann hélt áfram: „Færið mér sverð.“ Þegar sverð hafði verið sótt sagði konungur: „Höggvið barnið, sem lifir, í tvennt og fáið hvorri sinn helming.“ Þá sagði konan, sem átti lifandi barnið, við konunginn því að móðurástin brann í brjósti hennar: „Æ, herra minn! Fáðu henni barnið sem lifir, láttu ekki deyða það.“ En hin sagði: „Það er best að hvorki ég né þú fáir það. Höggvið barnið í tvennt.“ Konungur svaraði og sagði: „Fáið hinni konunni barnið sem lifir og deyðið það ekki því að hún er móðir þess.“ Er allir Ísraelsmenn heyrðu um dóminn, sem konungurinn hafði kveðið upp, fylltust þeir lotningu fyrir honum því að þeir skildu að guðleg viska bjó í brjósti hans þegar hann kvað upp dóma.|útskýring = 1. Kon. 3:23-28}}
 
==== Síðari konungabók ====