„Biblían“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 91:
'''Tilskipun um eyðingu Gyðinga:'''
{{Tilvitnun|Þá sagði Haman við Xerxes konung: „Meðal þjóðanna hvarvetna í héruðum ríkis þíns er ein þjóð [Gyðingar] sem hefur dreifst víða og sker sig úr öllum öðrum þjóðum. Lög þessarar þjóðar eru frábrugðin lögum allra annarra þjóða, lög konungs virðir hún að vettugi. Verður ekki við það unað að konungur láti þetta óátalið. Sé það konungi þóknanlegt þarf að gefa út skriflega tilskipun um að eyða þessari þjóð. Og sjálfur skal ég greiða fjárheimtumönnunum tíu þúsund talentur silfurs sem færðar verði í sjóði konungs.“ (...) „Haltu silfrinu,“ sagði konungur við Haman, „og farðu með þessa þjóð eins og þú vilt.“|útskýring = Ester 3:8-9, 11}}
 
==== Jobsbók ====
 
{{Tilvitnun|Dag nokkurn bar svo til að synir Guðs komu og gengu fyrir Drottin og var Satan á meðal þeirra. Drottinn spurði Satan: „Hvaðan kemur þú?“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Ég hef verið á ferðalagi hingað og þangað um jörðina.“ Þá spurði Drottinn Satan: „Veittir þú athygli þjóni mínum, Job? Enginn maður á jörðinni er jafnráðvandur og réttlátur og hann. Hann óttast Guð og forðast illt.“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Er Job guðhræddur að ástæðulausu? Hefur þú ekki verndað hann, hús hans og eignir á alla lund? Þú hefur blessað störf hans og fénaður hans hefur dreift sér um landið. En réttu út hönd þína og snertu allt sem hann á, þá mun hann vissulega formæla þér upp í opið geðið.“ Drottinn sagði við Satan: „Allar eigur hans eru á þínu valdi en gegn honum sjálfum máttu ekki rétta hönd þína.“ Síðan fór Satan frá augliti Drottins|útskýring = Job 1:6-12}}
 
=== Úr Nýja testamentinu ===