„Biblían“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 95:
 
{{Tilvitnun|Dag nokkurn bar svo til að synir Guðs komu og gengu fyrir Drottin og var Satan á meðal þeirra. Drottinn spurði Satan: „Hvaðan kemur þú?“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Ég hef verið á ferðalagi hingað og þangað um jörðina.“ Þá spurði Drottinn Satan: „Veittir þú athygli þjóni mínum, Job? Enginn maður á jörðinni er jafnráðvandur og réttlátur og hann. Hann óttast Guð og forðast illt.“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Er Job guðhræddur að ástæðulausu? Hefur þú ekki verndað hann, hús hans og eignir á alla lund? Þú hefur blessað störf hans og fénaður hans hefur dreift sér um landið. En réttu út hönd þína og snertu allt sem hann á, þá mun hann vissulega formæla þér upp í opið geðið.“ Drottinn sagði við Satan: „Allar eigur hans eru á þínu valdi en gegn honum sjálfum máttu ekki rétta hönd þína.“ Síðan fór Satan frá augliti Drottins|útskýring = Job 1:6-12}}
 
==== Sálmarnir ====
 
{{Tilvitnun|Drottinn er minn hirðir,
 
mig mun ekkert bresta.
 
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
 
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.
 
Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu
 
fyrir sakir nafns síns.
 
Þótt ég fari um dimman dal
 
óttast ég ekkert illt
 
því þú ert hjá mér,
 
sproti þinn og stafur hugga mig.
 
Þú býrð mér borð
 
frammi fyrir fjendum mínum,
 
þú smyrð höfuð mitt með olíu,
 
bikar minn er barmafullur.
 
Gæfa og náð fylgja mér
 
alla ævidaga mína
 
og í húsi Drottins
 
bý ég langa ævi.|útskýring = 23. Davíðssálmur}}
 
=== Úr Nýja testamentinu ===