Löggulíf
Löggulíf er kvikmynd frá árinu 1985. Hún fjallar um tvo athafsmenn sem fá fyrir tilviljun starf hjá lögreglunni.
- Leikstjóri og handrit Þráinn Bertelsson.
Tilvitnanir
breytaDaníel: Hún vill fá köttinn og nashirningaduftið bara alveg á stundinni.
Þór: Vill hún fá það í mentol bragði eða bara bara þetta venjulega eins og þetta hérna.
Ráðherrafrú: Við krefjumst þess, er það ekki Fiddi minn.
Ráðherra: Nei, nei, nei. Nei nei.
Ráðherrafrú: Ha?
Ráðherra: Ha. Já. Já já. Jú. Jú jú. Undir eins.
Þór: Sko, við erum búnir að taka að okkur verkefni víða um heim. Ég vil nefna fyrir FBI, CIA, BSR og KBB náttúrulega og...
Daníel: ABC, nú SÁÁ.
Þór: Já, og núna áðan vorum við að ljúka við bísna stórt verkefni fyrir ríkistjórnina í Kenya.
Daníel: Já, já. Þarna í Suður-Ameríku.
Ráðherrafrú: Það sem Friðrik hefur um málið að segja er einfaldlega þetta: Annaðhvort verða þessir tveir menn komnir í búning og til löggæslustarfa núna fyrir miðnættið, svo ég geti sofið róleg....
Varðstjóri: Nei, það er alveg útilokað...
Ráðherrafrú: Eða... Þú gengur héðan út í þessum búning.
Daníel: Þú skalt ekki drýgja hór með konu náungans þíns, eða asna, eða fíl eða nokkru öðru því sem náungi þinn á.
Varðstjóri: Ekki vissi ég að þetta væri í lögreglusamþykktinni.
Daníel: Nei, ég er kannski að rugla. Þetta er kannski í lögreglusamþykktinni í Bethlehem.
Daníel: Þú fórst eiginlega ekki rétta leið. Þetta var eiginlega, sem sagt, öfugt sko.
Sóley: Æ, var það. Veistu ég get aldrei munað þetta. Ég er nefninlega örvhent.
Daníel: Heyrðu Þorvarður, hvaða blóð eigum við að prufa?
Daníel: Sjáðu til, þetta er nú soldið merkileg blóðprufa. Þannig er að stundum finnst svona eitthvað áfengi í blóðinu og stundum ekki. En..
Þór: Já, þetta er í fyrsta sinn sem finnst ekkert blóð í áfenginu.
Sóley: Hvað þarf að vera mikið blóð í áfenginu til þess að maður megi keyra?
Útlendingur: Hello, please.
Daníel: Yes, hello Please.
Þór: Yes, we are police.
Sóley: Þú þarft ekkert að skammast þín fyrir að keyra strætó.
Daníel: Nei, ég skammast mín ekkert fyrir að keyra strætó.
Sóley: Hvaða leið keyrir'u?
Laufey: Hér er enginn. Bara maðurinn í útvarpinu er búinn að setja plötu á fóninn.
Þór: Ég mundi ekki hika við að hringja á lögregluna. Ekki hika við það.
Leikendur
breyta- Karl Ágúst Úlfsson - Daníel: Ólafsson
Eggert Þorleifsson - Þór Magnússon
- Lilja Þórisdóttir - Sóley
- Guðrún Þ. Stephensen - Laufey
- Bríet Héðinsdóttir - Ráðherrafrú
- Rúrik Haraldsson - Ráðherra
- Jón Júlíusson - Dr. Schmidt