Marcus Tullius Cicero
Marcus Tullius Cicero (106 – 43 f.Kr.) var rómverskur stjórnmálamaður, rithöfundur og heimspekingur.
Tilvitnanir
breyta- „Ég get aðeins hvatt ykkur til að setja vináttuna ofar öllu öðru hér í heimi því ekkert er í jafn miklu samræmi við innsta eðli mannsins. Það er ekkert sem hefur meira gildi, hvort heldur vel gengur eða á móti blæs.“
- Um vináttuna V.17 (þýð. Margrétar Oddsdóttur).
- „Það réttlætir þess vegna ekki syndina að hún hún hafi verið framin fyrir vináttu sakir.“
- Um vináttuna XI (þýð. Margrétar Oddsdóttur).
- „Hvílíkt hnoss að vera laus undan ofurvaldi fýsna og metnaðar, illdeilna, fjandskapar og ástríðna. Það er eins og hugurinn sé laus úr herþjónustu, snúinn heim og leiti lífsnautnar í eigin barmi. Ef ellinni gefst færi á að næra sálarlífið og svala fróðleiksfýsn sinni, þá veit ég ekkert æviskeið unaðslegra en kyrrlátt ævikvöld.“
- Um ellina XIV.49 (þýð. Kjartans Ragnars).
- „Hvernig stendur á því að hinir vitrustu menn taka dauðanum að mestu jafnaðargeði, en þeir sem heimskastir eru af mestri örvæntingu?“
- Um ellina 83 (þýð. Kjartans Ragnars).