Spjall:Davíð Oddsson
Latest comment: fyrir 10 árum by Omnipotens in topic Vísa um „krataflón“
Vísa um „krataflón“
breytaEin tilvitnunin hljóðar svo: „Það þekkja allir krataflón, er koma í valdsins hallir, þeir mega ekki sjá míkrafón, þá mígleka þeir allir.“
Ólíklegt er að Davíð Oddsson hefði borið fram opinberlega vísu með ófullkominni stuðlasetningu. Trúlega hefur upphaf vísunnar verið eitthvað á þessa leið úr munni hans: „Þið kannist öll við krataflón, er koma…“, en vonandi getur einhver grafið upp áreiðanlega heimild til að staðfesta það. --Omnipotens (spjall) 16. desember 2014 kl. 15:23 (UTC)