Styrmir Gunnarsson (fæddur 27. mars 1938) var ritstjóri Morgunblaðsins og var talinn mjög áhrifamikill í krafti þeirrar stöðu.

Tilvitnanir breyta

  • „Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu með Jón Steinar. Hann er algjörlega pottþéttur maður. Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokkur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur.“
Úr tölvupósti sem Styrmir sendir Jónínu Benediktsdóttur að kvöldi 1. júlí 2002 í sambandi við Baugsmál.
  • „Ég er búinn að fylgjst með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“
Úr skýrslu Styrmis Gunnarssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis 1. október 2009, bls. 1-2.
  • „Og ég sagði við hann: Þorsteinn, ég veit að þú átt enga peninga, geturðu útskýrt fyrir mér hvernig þú getur keypt Vífilfell? Og hann horfði á mig, brosti, og ég gleymi aldrei orðalaginu: Með þróaðri fjármálatækni.“
Úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kom út 12. apríl 2010