Wikivitnun:Spjallsíða
Spjallsíður eru síður í sérstöku nafnrými, sem fylgja næstum því öllum öðrum síðum á Wikiquote og eru notaðar til að ræða breytingar á síðunum sem þær fylgja. Þú finnur pjallsíðurnar með því að smella á „spjall“-flipann efst á hverri síðu. Helstu undantekningarnar eru kerfissíður, sem hafa ekki allar meðfylgjandi spjallsíðu.
- Spjallsíður greina eru notaðar til að ræða breytingar á viðkomandi grein.
- Spjallsíður notenda eru til þess að notendur geti haft samband hver við annan. Þegar þú hefur fengið ný skilaboð birtast skilaboðin Þú hefur fengið ný skilaboð efst á öllum síðum sem þú skoðar þar til þú skoðar notandaspjall þitt.
Meginreglur um spjallsíður
breyta- Skrifaðu undir athugasemdir þínar — Þú skrifar undir með því að skrifa fjórar tildur á eftir athugasemd þinni (svona ~~~~). Þá kemur notandanafn þitt eða IP-tala og tímasetning sjálfkrafa þegar þú vistar breytinguna.
- Skráðu þig inn ef þú hefur notandanafn.
- Dragðu inn efnisgrein þína með tvípunkti (:) — (Tveir tvípunktar (::) draga efnisgreinina lengra inn o.s.frv.)
- Vertu kurteis og málefnaleg/ur.
- Engar ærumeiðingar