Aristóteles
forngrískur heimspekingur og vísindamaður (384 – 322 f.Kr.)
Aristóteles (Αριστοτέλης; Aristotelēs) (384 f.Kr. – 322 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur og vísindamaður.
Athugasemd um tilvísanir
breytaTilvitnanir í Aristóteles eru oftast gefnar með svokallaðri Bekker-tölu, sem er blaðsíðutal í útgáfu Immanuels Bekkers á frumtexta rita Aristótelesar.
Tilvitnanir
breyta- „Fullkomin vinátta er vinátta góðra manna sem eru gæddir sömu dyggðum, því þeir óska hvor öðrum heilla af því þeir eru góðir og þeir eru góðir í sjálfum sér. Þeir sem óska vini sínum heilla sjálfs hans vegna eru mestir vinir, því þeir gera þetta eðli sínu samkvæmt en ekki tilfallandi. Þess vegna endist vináttan svo lengi sem góðleiki þeirra og dyggð endast.“
- Siðfræði Níkomakkosar (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)
- „Vinurinn er annað sjálf.“
- Siðfræði Níkomakkosar 1166a31 (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)
- Siðfræði Níkomakkosar IX.9, 1170a (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)
- „En lífið sjálft er gott og ánægjulegt, enda sækjast allir eftir því og aðallega hinir góðu og sælu, því slíkum mönnum er lífið ákjósanlegast og líf þeirra sælast alls.“
- Siðfræði Níkomakkosar IX.9, 1170a (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)
- „Þekkingarþráin er öllum mönnum í blóð borin.“
- Frumspekin I, 980a21 (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)
- „Höfuðeinkenni góðs orðfæris er að vera skýrt án þess að vera flatt. Skýrast verður orðfærið, ef algeng orð eru notuð, en þá verður það hins vegar flatt. [...] Tignarlegt og hafið yfir hversdagsmál er það orðfæri, sem er prýtt framandi orðum. En framandi kalla ég sjaldgæf orð og líkingar og lengingu og allt sem brýtur í bága við algengt mál. Beiti menn hins vegar eingöngu slíku í skáldskap verður úr því annað hvort gáta eða málleysa: gáta, ef allt er tómar líkingar, málleysa, ef notuð eru eintóm sjaldgæf orð.“
- Um skáldskaparlistina, 22, 1458a (þýð. Kristjáns Árnasonar)