Björn Bjarnason

Íslenskur stjórnmálamaður

Björn Bjarnason (f. 1944) er íslenskur stjórnmálamaður.

Tilvitnanir breyta

  • „Sérstaklega er skrýtið að hlusta á hina gömlu sósíalista og alþýðubandalagsmenn tala eins og símahleranir komi þeim algjörlega í opna skjöldu. Þeir hömruðu þó á því sýknt og heilagt á þessum árum, að stjórnvöld væru að alltaf að hlera síma. Hafi eitthvað komið þeim á óvart í erindinu væri það líklega, að skiptin eru sex og nákvæmlega tilgreind auk þess sem dómsúrskurður er að sjálfsögðu að baki hverri heimild.“
Umræða um fréttir af símahlerunum í Kaldastríðinu, mbl.is 22. maí 2006.
  • „Ég hef stundum verið sakaður um að svara ekki, þótt ég telji mig hafa svarað, af því að fyrirspyrjandinn vildi fá annað svar en ég gaf.“
Dagbók Björns Bjarnasonar á vefnum 4. júlí 2007 “. Sótt 20. júlí 2007.
  • „Vandinn við þann meirihluta var, að hann setti ekki fram nein málefni - kannski til að springa ekki vegna þeirra? Hvernig getur meirihluti án sameiginlegra málefna sprungið vegna ágreinings um þau?“
Dagbók Björns Bjarnasonar á vefnum 28. janúar 2008 “. Sótt 28. janúar 2008.
  • „1995 fjarlægðist Alþýðuflokkurinn Sjálfstæðisflokkinn vegna Evrópustefnu sinnar og síðan voru jafnaðarmenn utan stjórnar í 12 ár. Vilja þeir lenda í sömu stöðu núna? Morgunblaðið telur í Reykjavíkurbréfi í dag, að Ingibjörg Sólrún sé að einangra flokkinn með Evrópustefnu sinni.“
Dagbók Björns Bjarnasonar á vefnum 16. mars 2008 “. Sótt 16. mars 2008.
  • „Mörgum hefur þótt Framsóknarflokkurinn liggja of vel við höggi, til að tæki því að slá til hans. Vilji hann stilla sér upp til orrustu, er sjálfsagt að taka slaginn.“
Dagbók Björns Bjarnasonar á vefnum 1. apríl 2008 “. Sótt 1. apríl 2008.
Dagbók Björns Bjarnasonar á vefnum 4. apríl 2008 “. Sótt 4. apríl 2008.
  • Barack Obama vann verðskuldaðan sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann stóð sig einstaklega vel í kosningabaráttunni. Fundið var að reynsluleysi hans, en á það var bent, að maður, sem safnaði svo miklum fjármunum frá almenningi og sigraði kosningavél Clinton-hjónanna innan eigin flokks, hlyti að búa yfir miklum hæfileikum. Hann sigðraði kosningavél repúblíkana einnig örugglega, en hún hefur löngum verið talin öflugri en flest önnur slík kosningatæki.“
Dagbók Björns Bjarnasonar á vefnum 5. nóvember 2008 “. Sótt 5. nóvember 2008.
  • Jóhanna Sigurðardóttir fer einkennilega af stað sem forsætisráðherra með digurbarkalegum en röngum yfirlýsingum á kostnað annarra [...]“
Dagbók Björns Bjarnasonar á vefnum 3. febrúar 2009 “. Sótt 3. febrúar 2009.
  • Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, flutti jómfrúrræðu sína í umræðunum og var hún ein samfelld árás á Seðlabanka Íslands, en Gylfi sagði, að hann hefði aldrei sinnt verkefni sínu sem skyldi. Saga hans væri hrakfallasaga.
Að lokinni ræðu Gylfa minnti ég á, að Jónas Jónsson frá Hriflu hefði 1930 sem dómsmálaráðherra lagt til að leggja niður hæstarétt og stofna fimmtardóm. Mér hefði komið til hugar, hvort viðskiptaráðherra ætlaði að leggja fram frumvarp um að seðlabankinn yrði lagður niður. Ég teldi, að aldrei hefði nokkur viðskiptaráðherra ráðist á Seðlabanka Íslands á þennan hátt í sölum alþingis, það ætti betur við að gefa bankanum fingurinn á þennan hátt úti á Austurvelli.“
Dagbók Björns Bjarnasonar á vefnum 6. febrúar 2009 “. Sótt 6. febrúar 2009.

Tenglar breyta

Wikipedia hefur grein um