Tilvitnanir um frelsi.

Tilvitnanir

breyta
  • „Með atvinnuréttindum er átt við rétt manna til að stunda áfram þá atvinnu sem þeir hafa framfæri sitt af eða hafa réttindi eða menntun til. Atvinnufrelsi er hins vegar frelsi manna til að velja sér starf. Atvinnufrelsi er frelsisréttindi og löggjafa er heimilt að skerða það, ef almannaheill krefst, án þess að bæta mönnum skerðinguna á neinn hátt. Atvinnuréttindi eru hins vegar eignarréttindi sem njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og löggjafi getur yfirleitt ekki svipt menn atvinnuréttindum án þess að greiða þeim bætur fyrir. Segja má að atvinnuréttur vegi að jafnaði þyngra en atvinnufrelsi, enda er mönnum gert meira til miska ef þeim er bannað að stunda þá vinnu sem þeir hafa lifað af heldur en ef þeim störfum sem þeir geta valið um (skipti þeir um starfsgrein) er fækkað um eitt.“
Atli Harðarson, í greininni „Er kvótakerfið ranglátt?“