Hjálp:Að byrja nýja síðu

Hér eru leiðbeiningar um hvernig skuli búa til nýja síðu. Síða getur verið grein, spjallsíða, snið eða hjálparsíða.

Almennar vinnureglur

breyta
  • Notaðu fyrst leitarmöguleikann og gakktu þannig úr skugga um að sú síða sem þú ætlar að búa til, sé ekki til fyrir.
  • Það er mælt með því að þú búir til síður út frá tenglum í tómar greinar (kallaðar „draugasíður“ eða „rauðir tenglar“, sem eru tenglar á síður sem enn hafa ekki verið skrifaðar). Sjá meira að neðan.
  • Skrifaðu í samhengi, byrjaðu síðuna á stuttum inngangi um efnið.
  • Kynntu þér útlitsviðmið Wikiquote áður en þú býrð til nýja síðu.
  • Byrjaðu á heilli málsgrein, ekki orðabókaskilgreiningu. Breiðletraðu titilheitið (sem helst á að koma fyrir í fyrstu málsgrein).
  • Ef þú vilt fylgjast með þróun greinarinnar er mælt með því að þú skráir þig inn sem notandi.

Hvernig skal búa til síðu

breyta
  1. Notaðu leitarboxið.
  2. Þú getur fylgt rauðum tengli.
  3. Þú getur breytt netslóðinni beint.
  4. Byrjað síðu frá Sandkassanum.

Leitarboxið

breyta

Eins og kom fram að ofan í Almennar vinnureglur, er æskilegt að nota leitarvélina til að ganga úr skugga um að síðan sem þú ætlar að búa til, sé ekki þegar til. Ef þú finnur ekkert með leitarvélinni býður hún þér að búa til greinina strax.

Þú getur skapað nýja síðu með þessum titli eða sent beiðni um það.

Þú getur nú byrjað að skrifa í tóma boxið fyrir neðan, og þegar þú hefur lokið þér af, fylgt „forskoða“ tenglinum og séð útkomuna. Ef þú ert ánægður með greinina eins og hún er, getur þú vistað hana.

Að fylgja rauðum tengli

breyta

Til að búa til nýja síðu geturðu fylgt tengli sem ber heiti síðunnar sem þú vilt búa til. Þú munt fljótlega taka eftir því að sumir tenglar vísa í síður sem eru enn ekki til. Þetta eru kallaðir rauðir tenglar (einnig draugatenglar), sökum þess að þeir birtast rauðir í sjálfgefna stílsniðinu. Þegar þú fylgir rauðum tengli sérðu skilaboð:

Þú getur nú byrjað að skrifa í tóma boxið fyrir neðan, og þegar þú hefur lokið þér af, fylgt „forskoða“ tenglinum og séð útkomuna. Ef þú ert ánægður með greinina eins og hún er, geturðu vistað hana.

Að búa til tengla á aðrar síður

breyta

Ef fram kemur hugtak í greininni sem þú ert að skrifa/breyta sem gæti orðið sjálfstæð grein, geturðu gert hana að tengli með því að setja hornklofa([[]]) utan um hugtakið til að gera það að tengli. Sjá nánar á síðunni Hjálp:Tenglar um hvernig á að búa til tengla.

Að breyta netslóðinni

breyta

Ein auðveld leið til að búa til grein er að breyta slóðinni í slóðarglugganum í vafranum þínum:

http://is.wikiquote.org/wiki/Einhver_grein

Þú breytir Einhver_grein í nafnið sem þú vilt nota, t.d. ef þú vilt skrifa grein um frelsi:

http://is.wikiquote.org/wiki/Frelsi

Svo smellir þú á enter og getur byrjað að skrifa í tóma boxið fyrir neðan, og þegar þú hefur lokið þér af, smellt á „forskoða“ og séð útkomuna. Ef þú ert ánægður með greinina eins og hún er, geturðu vistað hana.

Að byrja síðu úr sandkassanum

breyta

Önnur leið er að nota sandkassann.

  1. Veldu „breyta“ möguleikann og bættu við tengli
  2. Vistaðu, smelltu svo á tengilinn og byrjaðu að skrifa.

Mundu að sandkassinn er hreinsaður reglulega og þess vegna er sniðugt að skrifa bakvið eyrað hvað síðan hét ef þú vilt skoða hana seinna. Ef þú ert skráður inn kemur greinin fram í framlög hjá þér.