Jón Þorláksson
(1877 – 1935) var kaupmaður í Reykjavík, landsverkfræðingur, formaður Íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins
Jón Þorláksson (3. mars 1877 – 20. mars 1935) var landsverkfræðingur, kaupmaður í Reykjavík, fyrsti formaður Íhaldsflokksins, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík.
Tilvitnanir
breyta- „Verklegar framfarir lands og lýðs voru efni og uppistaða allra ættjarðarhugsjóna minna á þessum árum.“
- „Frá fyrstu stjórnarárum Hannesar Hafsteins,“ Óðinn 1923.
- „Hugsjónir Íhaldsflokksins um þjóðskipulagið eru í öllum verulegum atriðum hinar sömu og hugsjónir þeirrar frjálslyndu stefnu, sem hann er beint framhald af. Aðalhugsjónin er sú, að þjóðfélagið verði samsafn sem flestra sjálfstæðra og frjálsra einstaklinga, sem hver fyrir sig geti haft sem óbundnastar hendur til þess að efla farsæld síns heimilis og þar með alls þjóðfélagsins öðrum að skaðlausu.“
- „Íhaldsstefnan,“ Eimreiðin 1926.
- „Tilgangi efnahagsstarfseminnar, að sjá fyrir fullnægingu mannlegra gæða, verður ekki eins vel fullnægt með neinu öðru móti og því, að sjálfsbjargarhvötin fái óhindruð að knýja hvern einn til að vinna sem best fyrir aðra.“
- „Milli fátæktar og bjargálna,“ erindi á landsfundi Íhaldsflokksins 1929.