Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal
Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal (6. október 1826 á Eyvindarstöðum á Álftanesi – 2. ágúst 1907) var íslenskur náttúrufræðingur, skáld og rithöfundur.
Tilvitnanir
breyta- „Jeg er 64 þumlungar á hæð, vel vaxinn og kviklegur, en sjaldan held jeg mönnum hafi greint meir á en um mig, hvort jeg væri „laglegur“ eða „ólaglegur“. Sumir hafa fengið óbeit á mjer, einúngis af að sjá mig, en margir hafa og getað fellt sig við mig, þegar þeir kyntust mjer betur. Í rauninni er jeg eftir mínum dómi „ólaglegur“, mig vantar alveg það sem kallað er fríðleikur eða andlitsfegurð. Jeg hef allsæmilega krapta, samsvarandi minni stærð, hörku og fylgi, en ekki þol að því skapi. Heilsu hef jeg alltaf haft góða, og mundu ekki allir hafa þolað það sem jeg hef gengið í gegnum. Gáfur mínar eru ekki neitt framúrskarandi næmi, en jeg man alltaf það sem jeg les eða heyri, flestallt, en ekki orðrjett utanað, nema sumt óvart. Hugmyndaflug mitt er fjörugt og rífandi, og þó jeg þyki excentriskur og undarlegur, þá hef jeg samt getað haldið mjer meir í skefjum en margur mundi trúa, ef hann þekkti mig alveg. Hugmyndir mínar hafa fylgt mjer ávallt, og jeg hef aldrei misst sjónar á þeim, og þær hafa aldrei dofnað, þó jeg hafi orðið að bíða árum saman. Jeg er hamhleypa ap lesa og fljótur að skilja; en að ritverkum er jeg misjafn, eptir því sem það grípur mig; hugmyndirnar veltast stundum svo ótt inn á mig, að jeg hef ekki við, og missi helminginn af þeim. Þetta kemur raunar af því, hvað jeg hef lesið mikið af allskonar ritum, en jeg hef aldrei tekið neitt frá neinum, nema jeg hafi getið um það. Kvennamaður er jeg ekki, eða flagari, en jeg er skáldlega „forliftur“ í öllu kvennfólki. Mjer þykir meira gaman að almúgafólki en hinu fína, því okkar „fínheit“ eru carrikerið Civilisation, en hitt er grófara og náttúrlegra.“
- Benedikt lýsir sjálfum sér í riti sínu Dægradvöl, bls. 300-301.
- Benedikt lýsir Reykjavík árið 1850 í Dægradvöl, bls. 189.
- „Hinum ýngri mönnum hefnist fyrir það, að þeir fyrirlíta fornöldina og vilja enda afnema latínu og grísku; þeir grafa grundvöllinn undan sjálfum sjer og falla svo í smekkleysur og andlega fátækt, sem reynt er til að breiða yfir með hroka og sjálfbyrginsskap.“
- Dægradvöl, bls. 87.
- Dægradvöl, bls. 301.
- „Nú sem stendur er hjer ekkert prentfrelsi nema á pappírnum, blöðin „tyrannisera“ allt hjer með sínum vitleysum og ofstæki, óþrifa ritgjörðum og allskonar slúðri og eru ekkert annað en vopn í hendi beinasna til að yfirfalla hvern þann, með persónulegum skömmum, sem þau þora til við, eða sem ekki er samdóma öllum þeirra úppáfinningum — þjóðin er vjeluð, og mest af blöðunum.“
- Dægradvöl, bls. 302.