Wikivitnun:Reglur og viðmið

Wikivitnun er samvinnuverkefni og stofnendur þess og samverkamenn eiga sér sameiginlegt markmið:

Markmið okkar á Wikivitnun er að setja saman frjálst safn tilvitnanna, það stærsta sinnar tegundar. Við viljum einnig að Wikivitnun sé áreiðanleg heimild.

Á Wikivitnun gilda nokkrar reglur og viðmið sem eru almennt viðurkennd og talin mikilvæg verkefninu, jafnvel ómissandi. Þessar reglur og þessi viðmið greiða götu okkar að markmiðinu. Sumar af þessum reglum eru enn í þróun og gætu tekið breytingum. Aðrar eru á hinn bóginn löngu rótgrónar og eru á engan hátt umdeildar.

Helstu reglur og viðmið

  • Ekki brjóta á höfundarétti. Wikivitnun er frjálst safn tilvitnana undir GNU frjálsa handbókarleyfinu. Höfundaréttarbrot grafa undan markmiði verkefnisins. Sjá einnig: Wikivitnun:Höfundaréttur og w:is:Wikipedia:Höfundaréttur.
  • Wikivitnun er safn tilvitnana. Vefinn ætti að nota einkm til þess að vinna að þessu safni. Spjall á spjallsíðum ættu að snúast um hvernig má bæta viðeigandi færslu; þær eru til að mynda ekki ætlaðar til þess að rabba saman um tilvitnanirnar. Sjá: Það sem Wikivitnun er ekki.
  • Engar frumrannsóknir. Wikivitnun er ekki staður fyrir frumrannsóknir. Það þýðir að áður óséð efni á ekki heima hér, til dæmis sniðugi málshátturinn sem þú samdir sjálfur eða aðrar tilvitnanir í sjálfan þig. Um frumrannsóknir almennt, sjá Wikipedia:Engar frumrannsóknir.
  • Sannreynanleiki. Það verður að vera hægt að staðfesta að tilvitnanir á Wikivitnun séu réttar. Eina leiðin til þess að fullnægja kröfunni um sannreynanleika er að finna tilvitnunina í öðru útgefnu efni. Þótt þú hafir sjálfur heyrt aðra manneskju segja eitthvað, þá er ekki þar með sagt að tilvitnunin eigi heima á Wikivitnun. Lesendur Wikivitnunar geta nefnilega ekki hringt í þig til að fá það staðfest að tilvitnunin sé rétt. Þess vegna verður tilvitnunin að hafa komið út annars staðar áður. Um sannreynanleika í skilningi wiki-verkefnisins sjá Wikipedia:Sannreynanleikareglan.
  • Vertu kurteis við aðra notendur. Notendur Wikivitnunar koma hvaðanæva að og eru eins ólíkir og þeir eru margir. Samvinna okkar gengur betur ef við sýnum öðrum kurteisi. Sjá einnig: Framkoma á Wikipediu.
  • Á Wikivitnun eru engar myndir. Það þýðir að það ætti ekki að hlaða inn myndir á Wikivitnun. Allar myndir sem eru notaðar á Wikivitnun eiga að vera geymdar í gagnagrunni systurverkefnisins commons.
  • Fylgdu venjum. Með því að fylgja þessum venjum verður safnið okkar sjálfu sér samkvæmt og notendavænna:

Reglur og viðmið systurverkefnisins Wikipediu gilda venjulega einnig á Wikiquote.

Hvernig er reglunum framfylgt?

Þú ert ritstjóri á Wikivitnun. Wikivitnun hefur enga yfirritstjórn sem fylgist með og samþykkir breytingar. Þess í stað sjá virkir notendur sjálfir um að fylgjast með nýlegum breytingum og leiðrétta og lagfæra það sem betur má fara.

Nokkur viðmið

Hegðun

  • Skrifið undir athugasemdir ykkar á spjallsíðum.
  • Forðist að nota blótsyrði.
  • Forðist skítkast.
  • Gjörið svo vel að vera góð við nýskráða notendur.
  • Ekki stofna greinar um ykkur sjálf.

Efni

  • Getið heimilda eins og er viðeigandi.
  • Hafið ávallt lesandann í huga.
  • Varið lesendur við spillum.

Frágangur

  • Hugið að stafsetningu og málfari.
  • Setjið síður í viðeigandi flokka.
  • Ekki nota undirsíður.
  • Setjið einungis tengla á viðeigandi staði í viðeigandi samhengi.
  • Ekki tengja í dagsetningar og ártöl.

Tengt efni